12.10.1977
Neðri deild: 2. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í B-deild Alþingistíðinda. (15)

Umræður utan dagskrár

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Virðulegi forseti. Í tilefni þessarar fsp. hv. 9. þm. Reykv., Gylfa h. Gíslasonar, er mér ljúft að skýra alþm. frá því, að ríkisstj. hefur rætt þessi mál og ákveðið að efnt skuli til viðræðna milli stjórnmálaflokka um þau til að kanna, hvaða úrræði væru fyrir hendi til endurbóta á kosningalöggjöf og stjórnarskrá. Jafnframt hefur ríkisstj. ákveðið og ég mun gera ráðstafanir til að stjórnarskrárnefnd sé innt eftir skýrslu og grg. um störf n. almennt og þar á meðal að því er lýtur að þeim málum sem hér hafa sérstaklega verið gerð að umtalsefni.

Ég tel ekki ástæðu til að fara efnislega út í þessi mál í umr. utan dagskrár enda hef ég persónulega skýrt á opinberum vettvangi frá afstöðu minni til höfuðmálanna, en legg á það áherslu, að þessar viðræður verða auðvitað hafnar í þeim tilgangi að kannað verði hve víðtæk samstaða náist meðal þm. um breytingar á þessu sviði.