26.01.1978
Sameinað þing: 40. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1808 í B-deild Alþingistíðinda. (1518)

118. mál, rekstrar- og afurðalán til bænda

Jón Helgason:

Herra forseti. Eins og hv. frsm. tók fram, er nú búið að ræða þetta mál hér lengi og ég skal ekki bæta þar mörgum orðum við. En mér finnst að það hafi komið hér fram, bæði í máli hans og þeim umr, sem fram fóru áðan, býsna glöggt hver hafa verið vinnubrögð Alþb. Hv, frsm. sagði að þeir hefðu flutt till. um þetta á tveim eða þrem undanförnum þingum. En það kom fram í svari hv. 2. þm. Austurl., fyrrv. viðskrh., eða svarleysi ef má orða það þannig, við spurningu minni, að þegar ráðh. Alþb. var yfirmaður Seðlabankans, þá þokaðist býsna hægt í þá átt. Ég gat þess líka, að það hefði nokkuð breyst til bóta með rekstrarlánin síðan núv, viðskrh, varð yfirmaður Seðlabankans. Og ég vil sérstaklega taka það fram, að þó við séum ekki ánægðir hafa lánamálin stöðugt heldur verið að lagast og nú fyrir áramótin fékkst fram ein leiðrétting sem á verðbólgutímum er mjög mikilvæg — og það er eitt atriðið í þessari till. — að lánunum var breytt í samræmi við breytingu á heildsöluverði. Þegar heildsöluverðið hækkaði í des. hækkuðu lánin, og þetta hefur komið fram í því, að bændur hafa nú fengið töluvert aukna útborgun, a.m.k. á því svæði þar sem ég þekki best til.