26.01.1978
Sameinað þing: 40. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1808 í B-deild Alþingistíðinda. (1519)

118. mál, rekstrar- og afurðalán til bænda

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég verð að lýsa ánægju minni yfir því, sem kom fram hjá flm. áðan. Hann tók alveg undir það sem ég sagði í sambandi við fyrra málið sem var á dagskrá, að það sem skipti máli, væri að þessi hin hækkuðu, ekki það form sem notað væri í sambandi við greiðslu þeirra. Hann var sem sagt ekki á sama máli og flokksbróðir hans, fyrrv. viðskrh. Lúðvík Jósepsson, að þessu leyti, og geri ég ráð fyrir að það sé af þeirri ástæðu, að hv. þm. Ragnar Arnalds þekkir þessi mál betur en fyrrv. viðskrh., það sé skýringin á því, að þeir eru ekki sammála í þessu máli. Ég er líka mjög ánægður með það, að þm. Alþb. skyldu flytja þessa till. sem er í raun og veru orðrétt till. sem við gerðum á Stéttarsambandsfundinum á Eiðum s.l. haust. Þeir mættu gjarnan taka upp fleiri till., sem við semjum og samþykkjum, og hjálpa okkur að koma þeim fram.