26.01.1978
Sameinað þing: 40. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1808 í B-deild Alþingistíðinda. (1520)

118. mál, rekstrar- og afurðalán til bænda

Stefán Jónsson:

Herra forseti. Mér þótti nú nafna mínum Valgeirssyni skjótast í ræðu sinni áðan, þó skýr sé, jafnoft og hv. þm. Lúðvík Jósepsson tók það fram í sinni ræðu við umr. um fyrra málið, að meginatriðið væri að hækka afurðalánin og hækka rekstrarlánin. koma greiðslu þeirra þannig fyrir að þau kæmu bændum þegar að gagni. Einnig skaut honum í því, þegar hann taldi það vera nýlundu að við Alþb.menn værum sammála nýlega gerðum samþykktum Stéttarsambands bænda. Við fluttum hér dagana sem fjárl. voru afgreidd mál sem Stéttarsamband hænda hafði nýlega gert ítarlegar samþykktir um, hv. þm. Stefán Valgeirsson, hv. þm. Jón Helgason og hv. þm. Ingi Tryggvason höfðu staðið að mjög einarðlega og tekið að sér að framfylgja. Og nú er að gá að því, hvort einarðlegur stuðningur bændafulltrúa Framsóknarfl. við þetta mál, sem við Alþb: menn flytjum nú, verður með álíka heilindum og þegar þessir sömu menn, nýkomnir úr hópi félaga sinna, þar sem þeir höfðu sjálfir staðið að höfuðkröfu um niðurfellingu á söluskatti af búfjárafurðum, af kindakjöti, greiddu atkvæði á móti þeirri niðurfellingu við nafnakall. Hvers vegna þarf að skammast sín fyrir þetta veit ég ekki. En svo mikið veit ég og þori að fullyrða, að þeir hafa fengið einarðlegri grg, frá bændum um afstöðuna til þeirrar framkomu heldur en þeir hafa fengið um afstöðu til þess, hvort afurðalán eða rekstrarlán eigi að greiðast beint til bænda sjálfra eða inn á ótilgreindan heildarreikning hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga.

Það þótti mér nokkuð á skorta við umr. um hið fyrra málið, að gerð væri grein fyrir þeirri viðdvöl sem þessir peningar bænda hafa annars staðar en í kaupfélögum þeirra, og kynni ég að greina nafna mínum Valgeirssyni, hv. þm., dæmi um það úr okkar kjördæmi, að þessi lán, sem þrátt fyrir allt eru veitt beint út á framleiðsluvörur bænda, hafa drjúga viðdvöl hér syðra áður en þeir peningar koma til skila til kaupfélaganna fyrir norðan,

Hv. þm. Jón Helgason, maðurinn sem greiddi atkvæði við nafnakall í Ed. gegn till. sem hann hafði nýlega staðið að því að gera að höfuðkröfu bændasamtakanna nú í haust, kröfunni um niðurfellingu á söluskatti af kjöti, hann sagði að þessi tillöguflutningur okkar Alþb.- manna núna væri dæmigerður um flutning mála af okkar hálfu í þágu landbúnaðarins. Nú bið ég þess að vita hvort afstaða þeirra framsóknarmanna hér á þingi til þessarar till, okkar verður staðfesting — enn ein — á dæmigerðri framkomu þeirra Framsóknarþm. í málefnum landbúnaðarins, eins og hún kom fram við atkvgr. hér um till. okkar Alþb: manna um niðurfellingu á söluskatti.