01.02.1978
Efri deild: 54. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1878 í B-deild Alþingistíðinda. (1577)

155. mál, bæjanöfn

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þetta frv. er um breyt. á lögum um bæjanöfn o.fl. Það þykir eðlilegt að setja þá reglu, sem felst í 1. gr. þessa frv., í samræmi við frv. til laga um þinglýsingar sem hér hefur verið áður til meðferðar og mælt hefur verið fyrir. Ég leyfi mér að leggja til að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.