02.02.1978
Sameinað þing: 43. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1933 í B-deild Alþingistíðinda. (1611)

Umræður utan dagskrár

Þórarinn Þórarinsson:

Herra forseti. Ég vil hefja mál mitt á því að þakka hæstv. viðskrh. fyrir þá skýrslu sem hann Hefur hér gefið, og hversu fljótt og vel hann hefur brugðist við þeirri fyrirspurn sem til hans var beint í sambandi við þetta mál. Ég hygg að hér sé að vissu leyti um að ræða upphaf að nýjum vinnubrögðum í sögu Alþ., þannig að þegar svipuð mál og þessi ber að höndum geti þm. með stuttum fyrirvara snúið sér til ráðh. og fengið hjá honum skýrslu um viðkomandi mál, að svo miklu leyti sem rannsókn þess er á veg komin. Hér hefur viðskrh. brugðist við á þann hátt sem ég hygg að eigi eftir að skapa fordæmi í þessum efnum.

En þegar mál eins og þetta ber á góma, þá rifjast upp fleiri mál, nokkuð skyld þessu, ekki þó eins, en snerta þó bankastarfsemina í landinn á þann veg að eðlilegt er að óskað sé sem gleggstra upplýsinga.

Þm. er vafalaust kunnugt að skattayfirvöld hafa á þessu hausti fengið upplýsingar um inneignir nokkurra Íslendinga í dönskum bönkum. Fyrir atbeina Alþ. eða vegna lagahreytingar, sem samþ, var á haustþinginu, hafa gjaldeyrisyfirvöldin nú fengið upplýsingar um þessar innstæður, og samkv. því, sem skýrt hefur verið frá í blöðum, hefur Seðlabankinn nú skrifað viðkomandi innstæðueigendum og æskt þess, að þeir seldu íslenskum bönkum þessa peninga. Nú virðist manni að í sambandi við innstæður eins og þessar hafi getað átt sér stað meiri eða minni brot á gjaldeyrislöggjöfinni. Um það vil ég þó ekkert fullyrða á þessu stigi. En mér finnst eðlilegt að þegar Seðlabankinn fær upplýsingar eins og þessar, þá láti hann athuga í sambandi við þessar inneignir, hvort framið hafi verið brot á gjaldeyrislöggjöfinni, og láti sér ekki það eitt nægja að æskja þess að þessir menn flytji peninga sína heim. Í framhaldi af því vil ég beina þeirri fsp. til hæstv. viðskrh., hvort hann gæti ekki farið þess á leit við Seðlabankann, að hann gæfi upplýsingar um hvernig bankinn hugsaði sér að haga framkvæmd þessa máls, hvort hana ætlaði að láta sitja við það eitt að óska eftir að þessir menn flyttu inneign sína heim eða ef í ljós kæmi að hér væri um brot á gjaldeyrisslöggjöfinni að ræða, að láta þau mál ganga með eðlilegum hætti fyrir dómstóla, en það virðist vera eðlileg meðferð þessa máls. Tilmæli mín eru sem sagt þau, að þess verði farið á leit við Seðlabankann að hann gefi upplýsingar um hvernig hann ætlar að haga meðferð þessara mála.

Annað atriði vil ég einnig nefna í þessu sambandi, en það er að orðrómur hefur gengið um að alls konar mistök eða misferli hafi átt sér stað í samlandi við skipakaup erlendis, og rannsókn þess máls stendur nú yfir hjá Seðlabankanum. Ég vil beina þeirri fsp. til hæstv. viðskrh., hvort hann muni ekki geta farið þess á leit við Seðlabankann að hann gefi Alþ. upplýsingar um hvað rannsókn þessa máls liði.