07.02.1978
Sameinað þing: 44. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1987 í B-deild Alþingistíðinda. (1627)

111. mál, rekstur sjúkrahótels í Reykjavík

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Vegna þessarar fsp. og vegna umr. í fjölmiðlum um sjúkrahótel Rauða krossins tel ég rétt að rekja gang þessa máls stuttlega.

Í febr. 1974 óskaði stjórn Rauða kross Íslands eftir heimild heilbrrh, til að reka gistiheimili að Skipholti 21 í Reykjavík í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu. Að fenginni álitsgerð landlæknis um þessa starfsemi var Rauða krossi Íslands hinn 21. mars 1974 heimilað að reka gistiheimili með vísun til 28, gr. laga nr. 56 frá 1973. Jafnframt voru daggjaldanefnd sendar upplýsingar og óskað eftir að n, ákvæði heimilinu daggjöld. Áður en kom til þessa rekstrar hafði verið gerð á því könnun af hálfu rn, á árinu 1971, hvort yfirlæknar sjúkrahúsa í Reykjavík teldu að gistiheimili af þessu tagi mundi létta af sjúkrahúsunum í Reykjavík og stytta legutíma á deildum, og varð sú niðurstaða þeirrar könnunar, að yfirlæknar teldu ekki að svo mundi verða. Hins vegar voru allir, sem um málið fjölluðu, sammála um að gistiheimili af þessu tagi gæti verið til þæginda fyrir sjúklinga, minnkað kostnað utanbæjarfólks vegna læknisferða til Reykjavíkur og auðveldað fólki meðferð hjá sérfræðingum utan sjúkrahúsa í Reykjavík.

Daggjaldanefnd ákvað gistiheimilinu daggjöld í fyrsta sinn 1. maí 1974, 1000 kr., en það var þá sama gjald og ákveðið var sem vistgjald á elliheimilum landsins. Þá var mat daggjaldanefndar, að rekstur gistiheimilis mundi vera svipaður og rekstur elliheimilis hvað kostnað snerti, miðað við þá þjónustu sem gert var ráð fyrir að gistiheimilið veitti, Síðan í maí 1974 hefur daggjald gistiheimilisins breyst í samræmi við daggjaldahækkanir annarra sjúkrahúsa. Því til sönnunar má benda á að í sept. 1974 var daggjald gistiheimilisins 12% af daggjaldi Borgarspítalans í Reykjavík, en í nóv. 1977 var það 12.4% af sama daggjaldi.

Þegar gistiheimilið hóf starfsemi sína höfðu farið fram umræður milli forráðamanna Rauða kross Íslands og heilbr: og trmrn. um þennan rekstur, og kom þá mjög ljóslega fram af viðræðum við Rauða krossinn, að forráðamenn hans teldu eðlilegt að hann greiddi nokkuð úr sjóðum sinum vegna þessarar starfsemi, enda látið í ljós af þeirra hálfu að hér væri um að ræða starfsemi sem væri í þeim anda að stjórnarmenn teldu það mjög verjandi. Í samræmi við þetta var ekki á rekstrarreikningum gistiheimilisins fyrir árin 1974 og 1975 gert ráð fyrir húsaleigutekjum til Rauða krossins af húsnæði heimilisins og afskriftir lausafjármuna voru í lágmarki. Á árinu 1976 var hins vegar breytt til um gerð reikninga og þar talið kostnaður við rekstur fasteigna, húsaleiga og fyrning innanstokksmuna, sem að sjálfsögðu hækkaði reikningslegan halla stofnunarinnar mjög verulega.

Í samræmi við það sem áður sagði um yfirlýstan vilja stjórnar Rauða kross Íslands, að Rauði krossinn ætlaði sjálfur að taka þátt í þessum rekstri, ákvað daggjaldanefnd ekki hækkuð daggjöld vegna þessa halla sem kom fram í bókhaldi stofnunarinnar, en ákvað gistiheimilinu áfram daggjöld eins og elliheimilum landsins. Á s.l. ári hafa daggjöld gistiheimilisins verið þannig: hinn 1. jan. 2300 kr., 1. mars 2400 kr., 1. júlí 2600 kr., 1. okt. 3400 kr., þar af 200 kr. vegna aukagjalds, og hinn 1. nóv. 4000 kr., þar af 400 kr. vegna aukagjalds. Þannig hafa daggjöldin hækkað á s.l. ári: 1. júlí 10%, 1. okt. 29% og 1. nóv. 20%. Með þessum hækkunum daggjalda taldi daggjaldanefnd að rekstur gistiheimilis Rauða krossins ætti að verða svipaður í ár og á s.l. ári og þá e.t.v. heldur betri, því að frá 1. okt. hefur heimilinu verið reiknað aukagjald, 200 kr., en 400 kr. frá 1. nóv. Heildardaggjald gistiheimilisins er því 73.9% hærra en það var í ársbyrjun 1977 og rekstrargjaldið 56.5% hærra en það var í ársbyrjun.

Allar þessar hækkanir höfðu verið tilkynntar og voru komnar til framkvæmda þegar stjórn Rauða krossins hélt blaðamannafund sinn og ákvað að loka gistiheimilinu frá og með 1. jan. s.l. Framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands ritaði rn, bréf hinn 30. nóv, s.l., þar sem lokun heimilisins var tilkynnt, en jafnframt var í bréfinu óskað eftir að rn. efndi til fundar með stjórn Rauða kross Íslands um framtíð heimilisins. Þessi fundur var haldinn hinn 5. des. s.l. og var þar ákveðið að till. heilbrrh„ að fulltrúar heilbrrn., Rauða kross Íslands, Tryggingastofnunar ríkisins og Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar yrðu beðnir að hittast og kanna rekstrarmálefni stofnunarinnar og gera síðan ráðh. og stjórn Rauða kross Íslands grein fyrir niðurstöðum sínum. Þessir aðilar komu saman til fundar og lögðu fram till, um lausn málsins, sem heilbrrh, féllst á og forráðamenn Rauða kross Íslands. Í framhaldi af því lagði daggjaldanefnd til að greiddar yrðu upp í halla 1975 og 1977 10–11 millj. kr. næstu 6 mánuði eða 2500 kr. á dag, og er þar um að ræða eingöngu raunverulegan halla, en ekki vegna afskrifta eða húsnæðiskostnaðar. Daggjald frá 1. jan. s.l. var ákveðið 4000 kr, og gildir það til þess tíma að ný daggjöld verða, ákveðin, en það verður 1. apríl n.k.