07.02.1978
Sameinað þing: 44. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1988 í B-deild Alþingistíðinda. (1628)

111. mál, rekstur sjúkrahótels í Reykjavík

Fyrirspyrjandi (Gunnlaugur Finnsson):

Herra forseti. Ég vil færa hæstv. heilbrrh. þakkir fyrir þær upplýsingar, sem hann hefur hér komið með og lagt fyrir Alþ., og þá sérstaklega fagna því, að það tókst að finna lausn á þessu máli. Hitt verð ég að segja í leiðinni, að það kemur mér nokkuð á óvart, að það skuli vera mat yfirlækna, að rekstur sjúkrahótelsins hafi ekki annan tilgang en að auðvelda fólki utan af landsbyggðinni dvöl bæði fyrir og eftir sjúkrahúsvist í Reykjavík. Það hefur komið í ljós að þeir, sem dvelja á hótelinu, eru að allmiklu marki einmitt íbúar hér á höfuðborgarsvæðinu, og ég hafði ímyndað mér, að það væri hægt að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna hér svo að bæði varðandi rannsóknir fyrir raunverulegar lækningaaðgerðir sem og tíma eftir þær væri hægt að létta á sjúkrahúsunum með dvöl á slíku sjúkrahóteli eða einhverri heilbrigðisstofnun sem ynni í sömu veru og þetta sjúkrahótel hefur verið rekið. En umr, um það eiga sér eflaust frekar stað í annan tíma.

Hollustuhættir í síldar- og fiskimjölsverksmiðjum, fsp. (þskj. 309). — Ein umr.