07.02.1978
Sameinað þing: 45. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2017 í B-deild Alþingistíðinda. (1645)

48. mál, þjóðaratkvæði um prestkosningar

Steinþór Gestsson:

Herra forseti. Ég hafði ekki hugsað mér að taka til máls um þá þáltill. sem hér er rædd, sem er um þjóðaratkvæði um prestskosningar. En við það að fylgjast með þeim umr„ sem orðið hafa um till., hafa vaknað þjá mér ýmsar hugrenningar um þetta mál sem ég vildi gjarnan koma hér að sumum hverjum til þess að skýra það einnig, að eftir atvikum mundi ég vera fús til að greiða þessari þáltill. atkv.., en þó aðeins með því móti, að ég hafi áður komið að vissum aths. í sambandi við hana.

Þegar rætt er um þann vanda sem prestskosningarnar valda, að menn segja, þá þ,afa rifjast upp fyrir mér þær prestskosningar sem ég hef orðið vottur að í nágrenni mínu, og því er alls ekki að leyna að þar hafa komið upp vandamál sem ég hygg að væri ekki þægilegt að taka upp með stuttu millibili, og segi ég þetta í tilefni af þeim orðum sem síðasti hv. ræðumaður, Karvel Pálmason sagði áðan, að það væri eðlilegt að kjósa með stuttu millibili, eða 4–8 ára bili. Ég minnist þess, að einar fyrstu prestskosningar. sem ég varð vottur að, höfðu þau áhrif, að þeir, sem voru fylgjendur prestsins sem varð undir í kosningunum, flýttu sér að láta hann ferma börnin sín áður en hann færi, hann var þjónandi prestur í prestakallinu, til þess að það yrði ekki gert af prestinum sem kosinn var gegn vilja þeirra. Hinir sem áttu börn sem áttu að fermast að réttu lagi hjá þeim presti sem varð undir og þeir voru andvígir, þeir drógu það að láta ferma sín börn. Þetta eru óþægindi sem urðu til vegna kosningahita, en bæði fólkið og presturinn. sem kosinn var voru þeir menn, að þeir yfirstigu þessa erfiðleika með tíð og tíma. En ég veit ekki hversu hollt það hefði verið að endurtaka með stuttu millibili slíka hríð sem þar var gerð.

Ég hef einnig orðið var við það í prestskosningum, að menn hafa algerlega lagt niður kirkjusókn til þess prests sem kosinn var, ef þeir voru í andstöðu við hann. Ég veit ekki hversu miklum erfiðleikum það hefur valdið milli þeirra manna og prestsins sem við tók. En félagslegum erfiðleikum held ég að það hafi ekki valdið lengra en fyrir þá aðila eina.

Af þessu, sem ég hef nú sagt, mætti ætla að ég teldi, að hér væri um stórmál að ræða, hvort prestskosningum er viðhaldið eða ekki, en ég tel svo ekki vera. Ég tel að yfirleitt séu þeir erfiðleikar yfirstignir sem verða á vegi manna eftir prestskosningar og þess vegna sé ekki hægt að tala um þetta sem stórt mál. En ég verð að taka það fram, að sú breyting, sem Kirkjuþing hefur áformað og lagt fram till. um að gerð verði á kosningum presta í embætti, sem er eins konar kjörmannakosning, ég tel að hún sé gölluð og að hún sé algerlega óaðgengileg í mínum huga.

Ég er aftur á móti þeirrar skoðunar, að það væri eðlilegast í sambandi við skipun presta í embætti að um þá væri ekki kosið. Ég verð að segja það, að mér finnst afar undarlegt hversu mikið menn, sem rætt hafa um þessi mál hér í Alþ., leggja upp úr því, að það sé verið að brjóta niður lýðræðið með því að hætta við prestskosningar. Við erum áreiðanlega sammála um það, allir sem hér erum inni, að það er einkenni lýðræðisins hvernig staðið er að alþingiskosningum. Ég held að það fari ekki á milli mála. En ég get ekki kallað það vera einkenni lýðræðis, að mönnum sé heimilt að kjósa embættismann, eins og prest í þessu tilfelli, og þeir hafa enga vissu um hversu lengi hann þjónar þeim eða hvort það er nokkur möguleiki fyrir þá að losa sig undan því að hann þjóni prestakallinu áfram, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Ég fæ ekki skilið að þetta sé lýðræði. Maður verður, ef maður kýs eitthvað til að þjóna sér, að eiga það víst að það taki ekki nema takmarkaðan tíma ellegar manni sé rétt að kjósa það af sér aftur sem maður hefur yfir sig kosið.

Með þessum fyrirvara vil ég segja það, að ég gæti vel fellt mig við að samþykkja þessa till. um þjóðaratkv, um prestskosningar. En þegar maður les hana yfir, þá er hún á þá leið, að það er einungis um það spurt, hvort afnema skuli beinar og almennar prestskosningar. Ég vil halda því fram, að hér skipti höfuðmáli hvernig spurningin verður lögð fyrir þjóðina og hvort henni verði gert það kleift að velja um einhverja hluti í þessu sambandi, Ég tel að það sé eðlilegt að um það sé spurt, hvort þjóðin vilji afnema beinar prestskosningar. En ég tel að það sé þó ekki hægt að greiða atkv. um bað eitt, heldur um hvað væri þá að velja þess í stað, því að ef það ætti að fylgja því að afnema hreinar prestskosningar, að við skyldum kjósa okkur prest eftir þeim tillögum sem Kirkjuþing hefur lagt fram, þá vil ég ekki hafa þann hátt á. Þess vegna held ég að bað sé alveg nauðsynlegt, að um bað verði spurt um leið. hvort menn vildu þá samþykkja till. Kirkjuþings um fyrirkomulag prestskosninga, og þá í þriðja lagi, hvort menn væru þá á því, að prestar yrðu skipaðir í embætti líkt og aðrir embættismenn. Ég tel að það, sem væri hægt að tala um að væri lýðræðislegt í þessu efni, væri að prestsembættin væru auglýst til umsóknar og þegar umsóknir lægju fyrir gæfu sóknarnefndirnar sina umsögn, alveg d sama hátt og skólanefndir gefa umsögn um kennarastöður sem sótt er um, Síðan yrði prestur skipaður í embættið, en skipaður til takmarkaðs tíma, 4–5 ára, og það mætti skipa sama prest í sama prestakalli aftur, sem sagt, hann gæti verið 8–10 ár prestur, en síðan mætti ekki skipa hann oftar nema safnaðarfundur mæltist til þess og þyrfti þá meiri hl. atkv, til.

Ég taldi rétt að ég kæmi fram með þessar hugmyndir mínar, einkum til þess að það lægi ljóst fyrir með hvaða hug ég gengi til atkvgr. um þessa þáltill., ef hún kemur aftur frá n., sem við skulum ætla að hún geri. En þá vænti ég þess, að þannig verði frá málum gengið, að fólk hafi á því möguleika að átta sig á hvað það er að greiða atkv. um í þjóðaratkvgr. og hvað ekki.