07.02.1978
Sameinað þing: 45. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2027 í B-deild Alþingistíðinda. (1650)

48. mál, þjóðaratkvæði um prestkosningar

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Það var aðeins vegna einnar setningar sem 1. flm. málsins, hv. 3. þm. Vestf., lét falla hér. Ég vil aðeins undirstrika skilning minn á þessu máli. Sú setning hv. 3. þm. Vestf., sem varð mér tilefni til þessara orða, var að hér væri um það spurt, hvort prestkosningar skyldu verða beinar og almennar eða óbeinar og takmarkaðar. Ég veit að vísu að með þessum orðum mun hv. 3. þm. Vestf. hafa ætlað að benda á einn þann möguleika sem verið gæti fyrir hendi, en ekki að þetta fælist raunverulega í því sem lagt væri undir þjóðaratkvæði. Sé það ekki svo, þá verð ég að láta það koma fram, að ég skil það ekki svo, að í þessari till. felist annað en í henni segir beinlínis, þ.e. að þjóðaratkvgr. skuli fara fram um það hvort afnema skuli beinar og almennar prestskosningar og ekki annað. Það er ekki spurt um neinn annan möguleika, hvort skuli vera óbeinar og takmarkaðar prestskosningar eða alls engar prestskosningar.

Þess vegna var það, að ég nefndi í minni fyrri ræðu og tók undir þá ábendingu hv. 4. þm. Vesturl., að æskilegt væri, áður en slík þjóðaratkvgr. yrði, að fram hefðu komið till. þeirrar n. sem hæstv. kirkjumálaráðh. hefði skipað.

Ég vildi aðeins taka þetta fram, þannig að enginn misskilningur væri um afstöðu mína til þessa máls.