07.02.1978
Sameinað þing: 45. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2027 í B-deild Alþingistíðinda. (1651)

48. mál, þjóðaratkvæði um prestkosningar

Flm. (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Herra forseti. Aðeins örstutt athugasemd. — Ég held að það sé ekki neinn misskilningur milli mín og hv. meðflm. míns, hv. 5. þm. Reykv., um það, út á hvað þessi þáltill. okkar gengur. Það er spurningin, eins og hv. þm. sagði, hvort menn vilji afnema beinar og almennar kosningar eða ekki. Þetta orðalag, sem ég nota, kann vel að vera að hafi ekki verið það heppilegasta. Ég hélt að það væri þó skiljanlegt á þann hátt, að ef það væri hafnað beinum og almennum prestskosningum, þá kæmi ýmislegt til greina, eins og ég tók fram í ræðu minni áðan. Vona ég að af þessu hljótist enginn misskilningur.