08.02.1978
Neðri deild: 51. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2066 í B-deild Alþingistíðinda. (1679)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseta deildarinnar hefur borist eftirfarandi bréf:

„Þar sem ég af heilsufarsástæðum mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að varamaður Alþb. í Reykjavík taki sæti á Alþ. í forföllum mínum.

Magnús Kjartansson,

3. þm. Reykv.

Bréfið er dags. 6. febr. 1978. Samkv. þessu tekur Vilborg Harðardóttir, 1. varamaður Alþb. í Reykjavík, sæti á Alþ. í dag. Kjörbréf hennar hefur áður verið rannsakað, og ég býð hv. þm. velkominn til starfa.