09.02.1978
Neðri deild: 52. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2070 í B-deild Alþingistíðinda. (1684)

175. mál, ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu

Frsm, meiri hl. (Ólafur G. Einarsson):

Hæstv. forseti. Fjh.- og viðskn, hefur athugað þetta frv. á fundi sínum í gær, en varð ekki sammála um afgreiðslu málsins. Ég mæli hér fyrir áliti meiri hl., sem leggur til, að frv. verði samþ. eins og fram kemur á þskj. 345. Minni hl,. hv. þm. Gylfi Þ. Gíslason og Lúðvík Jósepsson, skilar séráliti.

Það er í sjálfu sér ekki þörf á að hafa mörg orð um þetta mál nú. Hæstv. forsrh. gerði ljósa grein fyrir frv, í ræðu sinni hér í gær, þegar hann mælti fyrir frv.

Breyting á gengi krónunnar, sem tilkynnt var í gær, er einn liður í margþættum ráðstöfunum ríkisstj. í efnahagsmálum. Þessar ráðstafanir eru nauðsynlegar til þess að bregðast við þeim vanda, sem upp hefur komið, og vegna gengisbreytingarinnar er þetta frv. flutt. Það felur í sér ákvæði um tollameðferð á innflutningi og ráðstöfun gengismunar vegna birgða útflutningsafurða sjávarútvegsins. Samkv. 1. gr. eru settir frestir um tollafgreiðslu. Samkv. 2, gr. er gert ráð fyrir að taka gengismun af þeim birgðum sjávarafurða sem framleiddar höfðu verið fyrir 1. jan. 1978, en ekki fluttar út eða verið greiddar áður en hið nýja gengi tók gildi. Í 3. gr, er svo fjallað um ráðstöfun á gengismunarsjóði. 65% af andvirði þar til greindra sjávarafurða skulu renna til viðkomandi deildar verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, en andvirði saltsíldar skal verða stofnfé deildar fyrir saltsíld, Hinum hlutanum, 35%, og því, sem kemur af öðrum sjávarafurðum, skal síðan varið til að létta stofnkostnaðarbyrði eigenda fiskiskipa sem orðið hafa fyrir gengistapi vegna erlendra skulda og gengistryggðra skulda. Með þessum hætti hefur verið staðið að málum við fyrri gengislækkanir. Að hluta verður þessu fé svo varið til að greiða fyrir hagræðingu í fiskiðnaði, og kemur til viðbótar því fé sem áður hafði verið ákveðið að rynni til þeirra þarfa.

Þessi eru ákvæði frv., og ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta mál fleiri orð, en meiri hl. n. leggur til að frv. verði samþ. óbreytt.