09.02.1978
Neðri deild: 52. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2081 í B-deild Alþingistíðinda. (1686)

175. mál, ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu

Forsrh. (Geir Hallgrímsson):

Virðulegi forseti. Ég kveð mér hljóðs hér fyrst og fremst til að þakka hv. viðsk.- og fjhn. þessarar deildar fyrir fljóta afgreiðslu á því máli sem hér er á dagskrá. En með því að nauðsynlegt er að flýta afgreiðslu þessa máls og enn fremur með tilvísun til þess, að í umr. um efnahagsmálin almennt, væntanlega á morgun og eftir helgi, gefst tækifæri til að ræða þau frekar, mun ég ekki hafa þessi orð fleiri, enda þarf ég víst ekki að íaka það fram, að ég er í flestu ósammála málflutningi hv. 2. þm. Austurl. sem hér talaði áðan, en það kemur betur fram í seinni umr.