09.02.1978
Neðri deild: 53. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2084 í B-deild Alþingistíðinda. (1694)

175. mál, ráðstafanir vegna breytingar á gengi íslenskrar krónu

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Eins og fram hefur komið, bæði í grg. frv. og framsöguræðu hæstv. forsrh., á þetta fjármagn að fara til hagræðingar í fiskiðnaði, og því hefur verið lýst yfir, að áhersla verði lögð á skipulega uppbyggingu fiskiðnaðar á öllu landinu, en ekki á tilteknum svæðum, þó að þörfin sé misjafnlega mikil. Ég tel þess vegna þessa till, algerlega óþarfa og segi nei.