22.02.1978
Efri deild: 65. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2551 í B-deild Alþingistíðinda. (1874)

14. mál, byggingarlög

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen); Herra forseti. Eins og greina mátti af ræðu hv. frsm. félmn., þá hefur félmn. lagt mikla vinnu í að athuga þetta frv. Þetta frv. var á sínum tíma samið af fjölmennri nefnd manna, sem ráðuneytisstjóri félmrn., Hallgrímur Dalberg, var formaður fyrir. Málið hefur legið fyrir Nd. og er nú lagt fram í Ed. Hv. frsm. og formaður félmn. hefur unnið að þessari ítarlegu endurskoðun á frv. og brtt. í samráði við félmrn. og hefur ráðuneytisstjórinn verið þar með í ráðum. Ég tel að þær brtt., sem hv. n. flytur og frsm. lýsti, séu til bóta og tel æskilegt, að frv. verði afgreitt frá þessari hv. d. með þessum breytingum.

Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka n. og frsm. hennar fyrir ágætt starf.