07.03.1978
Sameinað þing: 52. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2781 í B-deild Alþingistíðinda. (2036)

190. mál, vegur í Mánárskriðum

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Á þskj. 372 er fsp. frá hv. 4. þm. Norðurl. v., sem hann lýsti hér áðan. Svar við henni er svo hljóðandi upplýsingar frá vegamálastjóra:

Á s. l. sumri var tekin loftmynd af Mánárskriðum og gert af þeim kort í vetur. Gerð hefur verið tillaga um nýja veglinu sem liggur um 100 m lægra en núverandi vegur. Kanna þarf skriðurnar á næsta sumri með tilliti til lausra jarðlaga til þess að hægt sé að gera sér ljóst, hverra aðgerða sé þörf til þess að hindra skrið ofan vegar, þar sem hið nýja vegarstæði er í mun meiri bratta en núverandi vegur.

Þetta er það svar sem ég hef við fsp. hv. þm.