14.03.1978
Sameinað þing: 56. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 2884 í B-deild Alþingistíðinda. (2115)

335. mál, Kröfluvirkjun

Vilborg Harðardóttir:

Herra forseti. Ég flyt hér fsp. í fjarveru hv. þm. Magnúsar Kjartanssonar á þskj. 119, tölul. 4. Hún er svo hljóðandi :

„1. Hvernig hljóðaði bréf það sem Orkustofnun sendi iðnrh. 14. mars 1975, þar sem varað var við þeirri áhættu sem í því væri fólgin að ráðast í framkvæmdir við Kröflu. áður en tryggð væri næg vinnsluhæf gufa. og bent á að slík framkvæmd væri einsdæmi?

2. Hverjar vorn niðurstöðurnar af athugunum .,konunnar með svarta kassann“ sem hingað kom á vegum iðnrh. s. l. vor til að kanna ástandið við Kröflu? Hver var heildarkostnaður af hingaðkomu konu þessarar og hversu mikil þóknun var henni greidd? Ollu niðurstöður „konunnar með svarta kassann“ því, að till. Orkustofnunar um nýjar boranir á þessu ári voru að engu hafðar? Styðjast till. á fjárlagafrv. ársins 1978 um framkvæmdir við Kröflu við hugmyndir konu þessarar?“

Út af komu þessarar konu urðu, sem menn muna, mikil blaðaskrif. Koma hennar var mörgum tilefni til gamanskrifa og alþýðu manna til mikillar skemmtunar um land allt, þótt grunur leiki reyndar á að þetta hafi verið nokkuð dýrt grín fyrir þjóðina. Það þurfti því kannske engum að koma á óvart eftir þetta fordæmi, er flokkssystir ráðh., hv. 9. landsk. þm., studdi mál sitt nýlega með ívitnun í blinda 20 ára dauða æðarkollu sem fram kom á miðilsfundi ásamt dyggu gömlu hjúi, úr Djúpinu. Það er til ýmislegs gripið þegar rökin þrýtur og allt er í óefni komið hjá þessum hv. þingflokki. En gaman væri þó að vita, hver bar í rauninni ábyrgð á að „konan með svarta kassann“ kom hingað, og hver fékk hana til þess.

Út af fyrri lið fsp. er rétt að taka fram, að hv. þm. Magnús Kjartansson hefur oft farið fram á að þetta bréf væri birt. M. a. skrifaði hann Orkustofnun og það um afrit af bréfinu, en fékk það svar, að stofnunin afhenti aldrei afrit af bréfum sem væru til ráðh. Eftir að þessi fsp. kom fram hefur reyndar komið í ljós, að bréfin vorn í rauninni þrjú, og væri auðvitað mjög fróðlegt að fá að heyra þau öll.