31.10.1977
Efri deild: 10. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 302 í B-deild Alþingistíðinda. (223)

37. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Að sjálfsögðu mun ég ekki greiða atkv. á móti hví að frv, það, sem hér er til umr., verði sett í n., þó ég hafi hagað orðum mínum á þann hátt að mér væri kærkomnast að fella það þegar í stað. Að sjálfsögðu mun ég ekki greiða því mótatkv. að það verði sett í n., sérstaklega ef aðalatriðið hjá hv. 1. flm. er að athuga hvort þær tölur, sem ég lagði fyrir hann og þessa hv. d., eru réttar eða ekki. En ég vil undirstrika það, sem ég sagði áðan, til að koma í veg fyrir misskilning og vil — með leyfi hæstv. forseta — endurtaka það að gefnu tilefni, að ég sagði í ræðu minni: Frv. gerir einnig ráð fyrir að gjaldstofn til landsútsvara umræddra fyrirtækja verði hinn sami og gjaldstofn aðstöðugjalda. Út af fyrir sig er hér um frávik að ræða frá gildandi lagaákvæðum sem gera ráð fyrir allt öðrum gjaldstofnum til landsútsvara en aðstöðugjaldið.

Ég vil að það komi líka fram, að það var ekki rétt hjá hv. 5. þm. Norðurl. v. að ég hafi gert að till. minni að stiga enn þá stærra skref, eins og hann orðaði það, í þá átt sem frv. gerir ráð fyrir. Vil ég leyfa mér að vitna aftur í ræðu mína áðan. Ég sagði: Af grg. með frv. má marka, eins og einnig kom skýrt fram í framsöguræðu 1. flm., að aðstandendur frv. telja það aðeins spor í þá átt að afnema aðstöðugjöldin að mestu eða öllu leyti, en taka upp landsútsvör í þeirra stað. Síðan spyr ég: Af hverju stiga þeir ekki skrefið til fulls? Ég geri það ekki að till. minni, og ég fylgdi þessu úr hlaði með því að lýsa þeirra pólitíska hugsunarhætti í samþandi við miðstjórn og miðstýringu.

Ég harma það að flm. skyldu ekki leita sér nýrri gagna en vitnað var i. Þau eru til og ég fékk þau hjá Reykjavíkurborg. Árið 1975 er hagstæðari samanburður fyrir þeirra málflutning. En það er staðreynd, eins og málin standa í dag, að atvinnutekjur Reykvíkinga hafa minnkað í hlutfalli við auknar atvinnutekjur annars staðar, og það er enginn hér í Reykjavík, hvorki ég né aðrir, sem harma það, nema síður væri, og að sjálfsögðu vonum við að atvinnutekjur landsmanna allra geti aukist, en ekki öfugt.