05.04.1978
Neðri deild: 70. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3158 í B-deild Alþingistíðinda. (2322)

Umræður utan dagskrár

Svava Jakobsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég tel óhjákvæmilegt að minna hv. þm., og þá sérstaklega hv. þm. Ólaf G. Einarsson, á það, að í upphafi fundar var tilkynnt að hv. þm. Lúðvík Jósepsson hefði fjarvistarleyfi vegna veikinda. Ég tel því óviðurkvæmilegt af formanni fjh.og viðskn. að kalla Lúðvík Jósepsson til meginábyrgðar á því, að þetta mál hefur ekki verið afgreitt úr n., eins og kvörtun hefur komið fram um.

Ég tek undir orð síðasta ræðumanns, að ef það á að skipta sköpum fyrir afgreiðslu mála í nefndum, að flm. eða einstakir þm. reki á eftir og beri þá meginábyrgð sem formanni ber, þá er ekki von að vel fari, — ef sá er skilningur formanns.