05.04.1978
Neðri deild: 72. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3164 í B-deild Alþingistíðinda. (2355)

249. mál, erfðafjárskattur

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Hæstv. forseti. Lög um erfðafjárskatt eru frá 1921, en þeim var breytt árið 1972 vegna fasteignamats sem þá hafði nýlega tekið gildi. Síðan þær breytingar voru gerðar hafa orðið enn breytingar á fasteignamati, bæði um áramótin 1976–1977 og svo aftur nú um síðustu áramót. Verulegar hækkanir hafa orðið á fasteignamatinu, í fyrra skiptið 51/2-földun að meðaltali og í síðara skiptið hækkun um 33–31%. Þeir, sem um þessi mál fjalla, borgarfógetaembættið í Reykjavik, hafa bent á að nauðsynlegt sé að breyta lögunum til samræmis við þessar breytingar á fasteignamati. Þetta frv. er flutt í samræmi við þær ábendingar.

Aðalbreytingin er sú, að í gildandi lögum er skattþrep eða skattstig miðað við 200 þús. kr., en í frv. er lagt til að það miðist við 1200 þús. kr., eða sexfalda fyrri upphæð. Ég tel að hér sé um nauðsynlega leiðréttingu að ræða til samræmis við breytt verðlag og hækkun á fasteignamati.

Ég legg til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. félmn.