10.04.1978
Efri deild: 76. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3245 í B-deild Alþingistíðinda. (2429)

225. mál, bókhald

Frsm. (Halldór Ásgrímsson) :

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. Ed. hefur tekið til athugunar frv. til l. um breyt. á lögum nr. 51 2. maí 1968, um bókhald. Til fundar við nefndina komu Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri og Árni Kolbeinsson deildarstjóri og skýrðu efni frv.

Hér er um að ræða breytingar sem eru fyrst og fremst í þá átt og mótast af því, að miklar breytingar hafa orðið á sviði bókhalds og reikningsskila. Miklar tækniframfarir hafa orðið og tölvur eru mun meira notaðar við bókhald nú en áður var. Þessar breytingar, sem hér eiga sér stað, eru fyrst og fremst til þess að mæta kröfum tímans varðandi nokkur atriði.

Ég sé ekki ástæðu til að rekja þessi atriði frekar. Glöggt kemur fram í grg. með frv, um hvað er að ræða. Ég ítreka aðeins að n. leggur til að frv. verði samþ., en fjarverandi afgreiðslu málsins voru Albert Guðmundsson og Ragnar Arnalds.