11.04.1978
Sameinað þing: 64. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3275 í B-deild Alþingistíðinda. (2453)

349. mál, votheysverkun

Fyrirspyrjandi (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins láta það koma fram, að auðvitað er ég ekki að vanmeta það, að byggðar voru fleiri votheysgryfjur árið 1977 en 1976. En þó að ég vilji ekki vanmeta þá till., sem ég bar fram á sínum tíma og samþykkt var þá þál. sem hér hefur verið rætt um, þá leyfi ég mér að efast um að þetta séu bein áhrif frá þeim tillöguflutningi. Þetta er fyrst og fremst vaxandi vottur þess, hversu nauðsynlegt er að gripa til þeirra ráða að auka votheysgerðina. Það höfðu tvö undanfarin votviðrasumur lagt mikla áherslu á.

Ég stóð upp til þess að lýsa ánægju minni yfir því, sem ráðh. lét getið í sinni síðari ræðu, en ekki í sinni fyrri, að nú væri gert ráð fyrir að votheysgryfjur yrðu látnar ganga fyrir þurrheyshlöðum. Ég fagna því. En ég legg áherslu á það, sem ég tel að allir þurfi að gera sér grein fyrir, að við eigum ekki að bíða eftir frekari rannsóknum á mismunandi heyverkunaraðferðum til þess að framkvæma þá stefnu sem Alþ. hefur samþykkt, þó að sjálfsagt sé að halda áfram almennum rannsóknum um þessi efni.