12.04.1978
Efri deild: 77. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3331 í B-deild Alþingistíðinda. (2477)

219. mál, Verðlagsráð sjávarútvegsins

Frsm. (Oddur Ólafsson) :

Herra forseti. Sjútvn. Ed. hefur fjallað um það frv., sem hér er til umr., og mælir eindregið með því einróma, að frv. verði samþykkt. Frv. gerir ráð fyrir því, að samsetningu Verðlagsráðs sé breytt þegar fjallað er um síldarúrgang. Sú ánægjulega þróun hefur orðið, að síldveiði hefur nú aukist það mikið á ný að ástæða þykir til að sömu aðilar fjalli um verð síldarúrgangs til verksmiðja og fjalla um verðlagningu á öðrum fiskafurðum. Til þess að slíkt sé mögulegt þarf að breyta samsetningu ráðsins og til þess er þetta frv. lagt fram.