12.04.1978
Neðri deild: 75. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3356 í B-deild Alþingistíðinda. (2508)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Ingvar Gíslason) :

Ég vil taka það fram, að þessar umr. utan dagskrár fóru fram fyrir nokkrum dögum og það mun hafa komið í minn hlut sem varaforseta að slíta þessum umr. þá. enda held ég að ég muni það rétt, að þá hafi enginn verið — mér vitanlega — á mælendaskrá. (Gripið fram í.) Ég vil taka það fram, að mér vitanlega var þá enginn á mælendaskrá, og því var þeim umr. slitið fyrir minn tilverknað. En nú hef ég verið sannfærður um það — enda er starf varaforseta að sumu leyti svolítið örðugt — að hæði hv. 2. þm. Austurl. og hæstv. viðskrh. hafi verið búnir að biðja um orðið og hafi þetta verið fyrir mína yfirsjón.