13.04.1978
Efri deild: 78. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3375 í B-deild Alþingistíðinda. (2516)

Umræður utan dagskrár

Jón Helgason:

Herra forseti. Ég vildi aðeins leiðrétta misskilning sem kom fram í máli hv. 5. þm. Norðurl. v. þegar hann ræddi áðan um afgreiðslu á till. til þál. sem hann ásamt fleiri þm. Alþb. flutti í haust. Hann sagði að hún hefði ekki fengist afgreidd úr n., þrátt fyrir að Alþb. hefði rekið þar á eftir. Þessari till. var vísað til allshn. Sþ., ég man nú ekki hvenær það var. (Gripið fram í.) Já, það getur vel verið rétt, en ég minnist þess ekki að fulltrúi Alþb. í allshn. hafi rekið á eftir því, að hún væri afgreidd þar. Haldinn var fundur síðast í morgun í allshn. og hann minntist ekki á till. þá. Og ég held að segja megi að þar séu afgreiddar till. ef menn óska eftir því. Ef n. fellst ekki á þær, þá eru þær afgreiddar annaðhvort með rökstuddri dagskrá eða þeim vísað til ríkisstj. Ég held því, að þarna sé um misskilning að ræða.