13.04.1978
Neðri deild: 76. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3417 í B-deild Alþingistíðinda. (2589)

65. mál, sjónvarpssendingar á fiskimiðin

Frsm. meiri hl. (Ólafur G. Einarsson) :

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. meiri hl. fjh.- og viðskn. um frv. til laga um sjónvarpssendingar á fiskimiðin við landið. Eins og fram kom í umr. utan dagskrár fyrir nokkrum dögum, hefur þetta frv. legið nokkuð lengi hjá fjh.- og viðskn., eða frá 9. nóv. s. l. Ég sé ekki ástæðu til að ræða frekar en þá var gert um það atriði eða fjölyrða um þetta frv.

N. varð ekki sammála um afgreiðslu frv. Meiri hl. n. telur skynsamlegra að ríkisstj. fái tækifæri til að láta kanna þetta mál allt frá rótum og þá einnig aðra möguleika en frv. gerir ráð fyrir um sjónvarpsefni á fiskimiðin umhverfis landið. Þess vegna leggur meiri hl. til að frv. verði vísað til ríkisstj.