17.04.1978
Efri deild: 79. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3487 í B-deild Alþingistíðinda. (2646)

226. mál, stimpilgjald

Frsm. (Jón G. Sólnes) :

Herra forseti. Þegar þetta mál var til 2. umr. í þessari hv. d. hinn 10. apríl skýrði ég frá því í ræðu, sem ég flutti við framsögu fyrir nál. fjh.- og viðskn., að n. hefðu borist allmikilvægar upplýsingar í sambandi við þetta frv., — upplýsingar sem komu frá aðilum, sem ekki þótti ástæða að sniðganga, og upplýsingar, sem voru þess eðlis að ástæða þótti til að athuga þær nánar. Í framhaldi af þessu hefur n. athugað frv. betur. Eftir að hafa athugað nánar þær ábendingar og till., sem n. höfðu borist, svo og að höfðu samráði við fjmrn. varð fjh.- og viðskn. sammála um að bera fram á þskj. 561 brtt. eins og þar eru greindar.

N. mælir einróma með því, að þessar till. verði samþykktar, svo og með samþykkt frv. að þessum brtt. samþykktum.