17.04.1978
Neðri deild: 77. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3505 í B-deild Alþingistíðinda. (2661)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Ragnhildur Helgadóttir) :

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf :

„Reykjavík, 13 apríl 1978.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Reykjaneskjördæmi Karl G. Sigurbergsson skipstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Gils Guðmundsson,

3. þm. Reykn.

Til forseta neðri deildar.“

Karl Sigurbergsson hefur áður setið á þingi á þessu kjörtímabili og býð ég hann velkominn til starfa í deildinni.

Mér hefur borist annað bréf:

„Reykjavík, 14. apríl 1978.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Reykjavík, Sverrir Bergmann læknir, taki sæti á Alþingi í fjarvera minni.

Þórarinn Þórarinsson,

4. þm. Reykv.

Sverrir Bergmann hefur einnig setið áður á Alþingi á þessu kjörtímabili og ég býð hann velkominn til starfa í deildinni.

Og enn hefur mér borist bréf:

„Reykjavík, 14. apríl 1978.

Samkv. beiðni Eyjólfs K. Jónssonar, 4. þm. Norðurl. v., sem nú er á förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður hans, Ólafur Óskarsson bóndi, á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst.

Þorv. Garðar Kristjánsson.“

Þá hefur mér borist svo hljóðandi skeyti frá Sauðárkróki:

„Forseti neðri deildar,

Alþingi,

Reykjavík.

Ég undirrituð get ekki vegna anna tekið sæti Eyjólfs K. Jónssonar á Alþingi.

Sigríður Guðvarðardóttir

Smáragrund 4

Sauðárkróki.“

Undirskrift staðfestir Margrét Halldórsdóttir talsímavörður.

Ólafur Óskarsson hefur áður setið á þingi á kjörtímabilinu og ég býð hann velkominn til starfa í deildinni.