18.04.1978
Sameinað þing: 67. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3544 í B-deild Alþingistíðinda. (2696)

346. mál, hönnun Þjóðarbókhlöðu

Vilborg Harðardóttir:

Herra forseti. Ég ber fram fsp. í fjarveru Magnúsar Kjartanssonar til menntmrh. Hún er svo hljóðandi:

„Er væntanleg þjóðarbókhlaða þannig hönnuð að fatlað fólk, m. a. í hjólastólum, eigi greiða leið um húsið allt og geti gegnt þar störfum?“ Ég tel ekki þörf á að útskýra þessa fsp.