19.04.1978
Efri deild: 80. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3628 í B-deild Alþingistíðinda. (2771)

266. mál, leigumálar og söluverð lóða og landa Reykjavíkurkaupstaðar

Frsm. (Steinþór Gestsson) :

Herra forseti. Félmn. hefur fjallað um þetta frv. Til fundar við n. kom Hallgrímur Dalberg ráðuneytisstjóri og taldi hann rétt að lögfesta ákvæði þess, taldi þau hvergi stangast á við önnur lög.

Ég sé ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um efnisatriði frv. Flm. þess, hv. 12. þm. Reykv., lýsti greinilega ákvæðum þess og nauðsyn þess að gera þá breytingu á gildandi lögum um ákvörðun leigumála og söluverðs lóða og landa Reykjavíkurkaupstaðar sem frv. þetta gerir ráð fyrir.

Þegar frv. var afgreitt í félmn. voru fjarverandi þeir Axel Jónsson og Helgi F. Seljan, en n. mælir með því, að frv. verði samþ. óbreytt.