19.04.1978
Neðri deild: 79. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3645 í B-deild Alþingistíðinda. (2819)

65. mál, sjónvarpssendingar á fiskimiðin

Karvel Pálmason:

Virðulegi forseti. Þar sem ég gat því miður ekki verið viðstaddur 2. umr. þessa máls og umr. var þá lokið og þar sem ég er 1. flm. að málinu vil ég leyfa mér að gera eftirfarandi grein fyrir atkv. mínu:

Það frv., sem hér um ræðir, um sjónvarpssendingar á fiskimiðin er sjálfsagt réttlætismál sjómönnum til handa. Framkvæmd þess mundi hafa í för með sér að hundruð íslenskra sjómanna fengju notið þeirrar sjálfsögðu þjónustu, sem þeir eiga rétt á, að sjá útsendingar sjónvarps. Furðu gegnir því sú afstaða fulltrúa stjórnarflokkanna á Alþ., að þeir skuli þing eftir þing gera ítrekaðar tilraunir til að svæfa málið og koma í veg fyrir að það nái fram að ganga. Vegur Alþ. og alþm. mundi vissulega vaxa, sæju þeir sóma sinn í því að samþykkja frv. og láta það þar með verða að lögum fyrir þinglok. Íslenskir sjómenn eiga það vissulega inni hjá þjóðfélaginu, að þeim séu veitt svipuð skilyrði og öðrum landsmönnum til að njóta þessa sjálfsagða nútímafjölmiðils. Það, sem að baki býr till. meiri hl. fjh.- og viðskn. um að vísa frv. til ríkisstj., er að svæfa málið. Fram hefur komið till. minni hl. n. um að frv. verði samþykkt. Það er hin eina rétta og sjálfsagða afgreiðsla málinu til handa. Ég segi því nei við þessari tillögu.