19.04.1978
Neðri deild: 79. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3646 í B-deild Alþingistíðinda. (2820)

65. mál, sjónvarpssendingar á fiskimiðin

Pétur Sigurðsson:

Virðulegi forseti. Það sem felst í frv. því, sem nú er lagt til að við greiðum atkv. um og lagt er til að verði vísað til ríkisstj., sýnist mér vera óframkvæmanlegt á næstu árum fyrir íslenska þjóð vegna þess mikla kostnaðar sem því fylgir. Ég hef hins vegar margoft og um langt árabil bent á hagkvæma og ódýra lausn til þess að koma íslensku og erlendu sjónvarpsefni um borð í skipin, með því að aðstoða áhafnir eða útgerðir til þess að eignast myndsegulbönd. Till. hafa og komið fram nú í vetur um skynsamlega dagskrá til handa slíkum tækjum um borð í skipunum. Í ljósi þessa segi ég já.