19.04.1978
Neðri deild: 79. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3646 í B-deild Alþingistíðinda. (2821)

65. mál, sjónvarpssendingar á fiskimiðin

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Hæstv. forseti. Þar sem áætlun sú, sem gerð er till. um í þessu lagafrv., hefur að mínu viti að nokkru leyti verið gerð og það hefur komið í ljós, eins og fram kom í máli síðasta ræðumanns, að það, sem lagafrv. fer fram á, hefur feikilegan kostnað í för með sér, þannig að ekki er raunhæft að ímynda sér að þetta frv. til laga gæti náð fram að ganga, með því líka að nú er mikil hreyfing á endurhótum á dreifikerfi sjónvarpsins og fyrir liggja upplýsingar um að á næsta sumri verður stækkuð endurvarpsstöðin á Arnarnesi við Ísafjarðardjúp, sem mun tryggja sjómönnum, sem liggja í vari við Grænuhlíð, sem talin er eitt það skipalægi í óveðrum sem flest fiskiskip safnast í, þá tel ég ekki ástæðu — af þeim tilgreindu ástæðum sem ég hef hér frammi haft — að samþykkja þetta frv. Ég segi því já við till. um að vísa málinu til ríkisstj., sem ég veit að muni hafa þessi mál til áframhaldandi umfjöllunar.