21.04.1978
Sameinað þing: 69. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3738 í B-deild Alþingistíðinda. (2878)

293. mál, fjáraukalög 1976

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen) :

Herra forseti. Frv. það til fjáraukalaga fyrir árið 1976, sem hér liggur fyrir á þskj. 623, er samið af fjmrn. samkv. till. yfirskoðunarmanna Alþ. eins og fram kemur í ríkisreikningi fyrir það ár, en sá reikningur hefur verið lagður á borð þm. Leitað er heimilda fyrir öllum umframgjöldum að undanskildum alþingiskostnaði, skipt eflir rn. Hér er sami háttur hafður á og verið hefur á liðnum árum.

Heildarfjárhæð frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1976 nemur 11 milljörðum 615 millj. 281 þús. kr. Skiptist fjárhæðin á öll rn. að undanskildu iðnrn., en gjöld þess rn. urðu 122 millj. 819 þús. kr. lægri samkv. ríkisreikningi en samkv. fjárl. Skýring þessi er fyrst og fremst sú, að tekjur af verðjöfnunargjaldi raforku, sem renna til Orkusjóðs sem gjaldaframlag úr ríkissjóði, urðu 69 millj. 862 þús. kr. lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir og aðrir liðir reyndust nettó tæpum 53 millj. kr. lægri í útgjöldum reiknings en fjárlögum. Við samanburð reiknings og fjárlaga einstakra rn. ber þess einnig að gæta, að á fjárl. var sérstök fjárveiting til fjmrn., að fjárhæð 275 millj. kr., til greiðslu á launum vegna óheimilla staða og ýmissa óvissra útgjalda. Á þennan fjárlagalið eru ekki bókuð gjöld við reikningsgerð, heldur koma gjöldin fram hjá viðeigandi stofnun hverri fyrir sig. Er þessi uppgjörsmáti í samræmi við túlkun laganna um gerð ríkisreiknings.

Samhliða því að leggja fram þetta frv. til fjáraukalaga hef ég lagt fram frv. til laga um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1976. Í framsöguræðu með því frv. er gerð grein fyrir stærstu liðum reikningsins, en með þessu frv. verða helstu frávik á gjöldum reiknings og fjárl. skýrð.

Af heildarfjárhæð frv. má rekja 3 milljarða 410 millj. 909 þús. kr. til áhrifa breytinga markaðra tekna, hækkunar skylduframlaga samkv. sérstökum lögum og notkunar heimilda til gjaldfærslu á grundvelli lántöku. Sundurliðun þessarar fjárhæðar er að finna á bls. 192 í ríkisreikningnum fyrir það ár. Í þessu yfirliti eru ekki rakin áhrif ýmissa almennra lagaákvæða um fjárhagslegar skuldbindingar ríkissjóðs sem leiddu til hækkunar gjalda frá áætlun fjárl., eins og til Tryggingastofnunar ríkisins og Atvinnuleysistryggingasjóðs, að fjárhæð 2 milljarðar 539 millj. 283 þús. kr., og til niðurgreiðslna á vöruverði og uppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir, samtals 844 millj. 752 þús. kr. umfram fjárlög. Framangreindir þrír þættir skýra 6.8 milljarða af heildartölu frv.

Ég mun nú rekja stærstu efnisþætti fjáraukalagafrv. eftir rn.:

1. Til æðstu stjórnar ríkisins, að undanskildu Alþ., nemur fjárhæðin 34 millj. 381 þús. kr. og til forsrn. 25 millj. 686 þús. kr.

2. Til menntmrn. eru veittir 2 milljarðar 109 millj. 378 þús. kr., þar af 919 millj. kr. til héraðsskóla og grunnskóla, 286 millj. kr. til menntaskóla og kennaraskóla, 218 millj. kr. til sérskóla og 406 millj. til lánasjóðs námsmanna.

3. Til utanrrn. fara 184 millj. 390 þús. kr. og dreifist sú fjárhæð á sendiráð og önnur verkefni rn.

4. Til landbrn. eru í frv. ætlaðar 857 millj. 577 þús. kr. og er það að meginhluta til, eða 656 millj. kr., vegna uppbóta á útfluttar landbúnaðarafurðir, til jarðræktarframlaga 165 millj. kr. og til Bændaskólans á Hvanneyri 51 millj. kr.

5. Af 690 millj. 795 þus. kr. fjárhæð til sjútvrn. eru 207 millj. vegna Hafrannsóknastofnunar, 66 millj. til Framleiðslueftirlits sjávarafurða, 152 millj. til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins og 144 millj. vegna rekstrarhalla stóru skuttogaranna á árinu 1975.

6. Til dóms- og kirkjumrn. er fjárhæðin 1 milljarður 403 millj. 987 þús. kr. Er fjárhæðin nær eingöngu vegna dómgæslu og lögreglumála, þar af 455 millj. vegna landhelgisgæslu.

7. Til félmrn. er fjárhæðin 590 millj. 886 þús. kr. Af þeirri fjárhæð eru 560 millj. til Byggingarsjóðs ríkisins vegna hærri markaðra tekna til sjóðsins en fjárlög gerðu ráð fyrir.

8. Til heilbr.- og trmrn. er fjárhæðin 3 milljarðar 88 millj. 672 þús. kr. Af þeirri fjárhæð ern 2 milljarðar 821 millj. til Tryggingastofnunarinnar og Atvinnuleysistryggingasjóðs og afgangurinn einkum til sjúkrahúsa og annarra heilbrigðismála.

9. Til fjmrn. er fjárhæðin 132 millj. 491 þús. kr. og er þá fjárveiting til launa og óvissra útgjalda, 275 millj. kr. af fjárhæðinni, talin með fjárveitingu til rn., eins og ég gat um í upphafi máls míns. Gjöld vegna tolla og skattheimtu urðu 184 millj. umfram fjárlög og uppbætur á lífeyri og eftirlaun námu 157 millj. kr. umfram fjárlög.

10. Til samgrn. er fjárhæðin 1 milljarður 577 millj. 634 þús., þar af 1 milljarður 122 millj. kr. vegna vegagerðar og 271 millj. vegna vita- og hafnamála.

11. Til viðskrn. er fjárhæðin 200 millj. 503 þús. kr. og fer nær öll til niðurgreiðslna á vöruverði.

12. Til Hagstofu er fjárhæðin 2 millj. 362 þús. kr., Ríkisendurskoðunar 2 millj. 670 þús. og fjárlaga- og hagsýslustofnunar 713 millj. 869 þús. kr. nær eingöngu vegna greiðslna vaxta og verðbóta af lánum ríkissjóðs.

Ég tel ekki ástæðu til að rekja nánar gjöld ríkisreiknings fyrir 1976 umfram fjárlög sem leitað er aukafjárveitingar fyrir með frv. þessu til fjáraukalaga. Ég vildi mega vænta þess, að unnt væri að hraða afgreiðslu þessa frv. þannig að það fái fullnaðarargreiðslu á þessu þingi. Ég leyfi mér að leggja til að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjvn.