21.04.1978
Sameinað þing: 69. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3741 í B-deild Alþingistíðinda. (2880)

293. mál, fjáraukalög 1976

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen) :

Herra forseti. Út af því, sem fram kom í ræðu hv. 8. landsk. þm., þá er sjálfsagt að útvega þær upplýsingar sem hér er spurt um. Ég held að það væri hið skynsamlegasta í því, að þeir embættismenn, sem með ríkisbókhaldið fara, geri fjvn. grein fyrir þessum atriðum um leið og hún fjallar um fjáraukalögin þannig að fjvn.-menn fái tækifæri til þess að íhuga þessi atriði. Ég hef ekki svör við þessum spurningum á reiðum höndum nú. og ég veit að hv. þm. ætlast ekki heldur til svara hér og nú. En ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir því, að hann, fjvn. svo og aðrir þm. geti fengið þessar upplýsingar og þær legið fyrir við 2. umr. um fjáraukalögin.