22.04.1978
Efri deild: 82. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3782 í B-deild Alþingistíðinda. (2916)

52. mál, ættleiðingarlög

Frsm. (Oddur Ólafsson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um frv. til ættleiðingarlaga og leggur einróma til að það verði samþ. með þeirri breytingu einni sem fram kemur á sérstakri brtt. sem n. leggur til að samþykkt verði. Brtt. n. er við 12. gr, um að 1. mgr. orðist svo:

„Nú tekur aðili, sem lögbær er um að láta uppi samþykki samkv. 7. gr., sbr. 10. gr., aftur samþykki sitt, áður en gengið er frá ættleiðingarleyfi, og er þá yfirleitt eigi heimilt að gefa út leyfið. Veita má þó leyfi til ættleiðingar, þegar svona stendur á, ef hann hefur verið í fóstri hjá ættleiðingarbeiðanda eða þegar hagir barns mæla að öðru leyti eindregið með því, að það verði ættleitt, og afturköllun á samþykki styðst eigi við skynsamleg rök.“

Þetta er eingöngu til þess að taka af öll tvímæli um hvað greinin þýði. Ég endurtek svo að n. leggur til að frv. verði samþ. með þessari breytingu.