25.04.1978
Sameinað þing: 71. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3893 í B-deild Alþingistíðinda. (3064)

140. mál, vegáætlun 1977-1980

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Við afgreiðslu vegáætlunar á s. l. vori lét ég og margir aðrir þm. í ljós megna óánægju með efni áætlunarinnar, í fyrsta lagi vegna þess að fjármagn til vegagerðar hefur rýrnað stórlega að framkvæmdagildi svo að allt of lítið fé er til skiptanna, í öðru lagi vegna þess að Norðurlandsáætlun og Austurlandsáætlun í vegamálum voru þá felldar niður. Við Alþb.-þm. á Norðurlandi, hv. þm. Stefán Jónsson og ég, fluttum í fyrra till, um áframhald Norðurlandsáætlunar, en sú till. var felld. Við höfum ekki séð ástæðu til að endurtaka flutning þessarar till. nú við endurskoðun vegáætlunar Veða yfirleitt að flytja nokkra sérstaka till. að þessu sinni. Við ítrekum hins vegar mótmæli okkar við þeim mikla niðurskurði framkvæmda sem átt hefur sér stað á liðnum árum. Við mótmælum enn niðurfellingu Norðurlandsáætlunar. Þrátt fyrir það verður að afgreiða þessa vegáætlun. Ég segi því já.