26.04.1978
Efri deild: 86. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3940 í B-deild Alþingistíðinda. (3085)

253. mál, Samábyrgð Íslands á fiskiskipum

Frsm. (Halldór Ásgrímsson) :

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur tekið til meðhöndlunar frv. til l. um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum. Mælir n. með að frv. verði samþ. með þeirri breyt., að leiðrétt verði prentvilla í 9. gr. Þar stendur „Aldurstryggingasjóði“, en breytist i: Aldurslagasjóði. Þetta er í samræmi við frv. að öðru leyti.

N. var ekki mjög hrifin af þessu orði: „Aldurslagasjóður“, en komst hins vegar að raun um að það mundi vera mjög merkilegt og sá sér ekki færi að leggja til að það yrði fellt niður.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að rekja þetta mál. Hér er um það að ræða að taka upp aldurstryggingu, þ. e. a. s. að fyrir báta, sem eru orðnir úreltir og úr sér gengnir, verði heimilt að greiða bætur, þannig að það verði mögulegt að hætta að nota þá, enda eru þeir oft orðnir úr sér gengnir og óarðbærir fyrir þjóðfélagið.