26.04.1978
Neðri deild: 83. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 3977 í B-deild Alþingistíðinda. (3166)

226. mál, stimpilgjald

Frsm. (Ólafur G. Einarsson):

Hæstv. forseti. Þetta frv. um stimpilgjald er flutt til einföldunar, en ekki í tekjuöflunarskyni, eins og segir í aths. með frv. Það felast ýmsar viðamiklar breytingar í þessu frv., sem ég sé ekki ástæðu til að rekja hér, enda var það gert við 1. umr. málsins. En samhliða þessu frv. er flutt frv. til l. um breyt. á l. um aukatekjur ríkissjóðs. Þar er gert ráð fyrir að fella þinglýsingargjald í núverandi mynd niður og hækka stimpilgjaldið sem því nemur.

Fjh.- og viðskn. d. mælir einróma með samþykkt frv., en nál. er á þskj. 693.