27.04.1978
Efri deild: 88. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4006 í B-deild Alþingistíðinda. (3261)

301. mál, orlof húsmæðra

Frsm. (Þorv. Garðar Kristjánsson) :

Herra forseti. Ég vil aðeins út af ummælum síðasta ræðumanns, þar sem hann var að átelja vinnubrögð hæstv. félmrh., láta það koma fram, að mér er kunnugt um að félmrh. hefur mikinn áhuga á þessu máli og óskar mjög eindregið eftir að það nái fram að ganga eða fái afgreiðslu á þinginu. Og hvað liður vinnubrögðum get ég ekkert sagt, nema að ég hygg að það hafi verið reynt að vanda svo til vinnubragða sem best mátti verða og því kunni málið að hafa dregist.