27.04.1978
Sameinað þing: 72. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4059 í B-deild Alþingistíðinda. (3315)

77. mál, sami kjördagur fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar

Forseti (Ásgeir Bjarnason) :

Út af því, sem hv. 11. þm. Reykv. sagði um þá sameiginlegu till., sem allshn. flytur um endurskoðun á stjskr. og ýmsum þáttum hennar, að hún skuli ekki hafa verið á dagskrá, er alveg rétt, að það væri æskilegt að sú till. hefði verið á dagskrá nú, en ástæðan fyrir því, að svo er ekki, er sú, að ég bjóst ekki við því að það yrðu margir á þingfundi nú og það væri því heppilegri tími síðar til að ræða slíkt stórmál. Ég skal sjá um að afgreiðsla þeirra mála, sem fjallað hefur verið um á þessum þingfundi og snerta till. allshn., og endanleg atkvgr. um þau fari ekki fram fyrr en búið er að ræða þá till. sem hv. þm. minntist á. En það mun verða fljótlega, annaðhvort á laugardag eða þá strax upp úr helgi.