28.04.1978
Efri deild: 89. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4106 í B-deild Alþingistíðinda. (3331)

284. mál, lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og Seltjarnarneskaupstaðar

Frsm. (Axel Jónsson) :

Herra forseti. Félmn. hefur athugað frv. til l. um breytingu á mörkum lögsagnarumdæma Reykjavíkur og Seltjarnarneskaupstaðar.

Eins og fram kemur í frv., er þetta frv. til staðfestingar á samningi frá 20. febr. 1976 milli borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar um að gerðar verði áminnstar breytingar á lögsagnarumdæmum kaupstaðanna, sem í stórum dráttum fela það í sér, eins og ítarlega er fram tekið í grg. með frv., að lögsögumörkin breytast. Undir lögsögu Reykjavíkur leggjast eyjarnar Engey, Viðey og Akurey, en núverandi vesturmörk borgarinnar breytast þannig, að landspildu er afsalað þar til eignar og lögsögu Seltjarnarneskaupstaðar.

Þetta samkomulag hefur verið samþ. einróma í sveitarstjórnum viðkomandi sveitarfélaga og mælst til þess, að þetta frv. verði lögfest á yfirstandandi þingi.