28.04.1978
Efri deild: 89. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4111 í B-deild Alþingistíðinda. (3337)

233. mál, vátryggingarstarfsemi

Bragi Sigurjónsson:

Herra forseti. Ég á sæti í þeirri n. sem fjallaði um þetta frv., en gat því miður ekki verið á síðasta nefndarfundinum, þar sem ég var bundinn á öðrum nefndarfundi. En mér þykir rétt að láta þess getið hér, að ég hafði áður lýst því yfir, að ég mundi fylgja frv. og þeim brtt., sem meiri hl. hafði lagt fram, vegna þess að mér sýnist ýmislegt í þeim heldur til bóta frá þeirri löggjöf sem nú gildir, þó að ég léti þess, held ég, getið líka, að ég væri í höfuðstefnumálum andvígur svo mörgum tryggingarfélögum sem nú starfa hér á landi og gæti að því leyti tekið alveg undir 1. liðinn í nál. minni hl. Helga F. Seljans. En eins og ég sagði áðan, þá sýnist mér sú breyting á lögunum, sem meiri hl. leggur til að gerð verði, fremur til bóta en hitt og sé ekki ástæðu til annars en að vera með því eins og mál standa nú í þessum efnum.