28.04.1978
Efri deild: 89. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4114 í B-deild Alþingistíðinda. (3342)

289. mál, heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Ég sé ástæðu til að taka undir orð síðasta ræðumanns og tel að þetta mál sé þannig vaxið, að langheppilegast sé fyrir alla aðila að málið sé lagt í dóm og komi aftur fyrir þingið í frv.-formi í haust. Það liggur ekki svo mikið á þessu.

Mér hefur borist til eyrna, að því miður hafi þessum bónda verið gefið munnlegt loforð um að sala væri möguleg, ég veit þó ekki nákvæmlega hvenær. En sé svo, þá er það hörmulegt, að einhverjir starfsmenn í rn. láti slíkt fara frá sér, þó að munnlegt sé, því að um ráðstöfun á þessu landi, sem er ríkiseign, verður að fara eftir lögum.

Ég vil að málið verði athugað gaumgæfilega, ella mun ég leggjast á móti því og fara eftir þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér í málinu.