28.04.1978
Neðri deild: 87. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4153 í B-deild Alþingistíðinda. (3394)

234. mál, ónæmisaðgerðir

Frsm. (Jón Skaftason) :

Virðulegi forseti. Heilbr.- og trn. Nd. hefur fjallað um frv. þetta sem komið er frá Ed. og var þar afgreitt ágreiningslaust. Fyrir skemmstu beitti heilbr.- og trmrn. sér fyrir því, að gildandi lög um ónæmisaðgerðir, lög nr. 36 frá 1950, væru endurskoðuð, enda eru þau talin að verulegu leyti óraunhæf miðað við ástand þessara mála hjá okkur í dag.

Frv. það, sem hér liggur frammi sem 234. mál, er ávöxtur þessa endurskoðunarstarfs. Með ákvæðum frv. er skipan þessara mála hér á landi komið í líkt horf og nú er í nágrannalöndum okkar. Heilbr.- og trn. Nd. mælir því einróma með samþykkt frv.