28.04.1978
Neðri deild: 87. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4153 í B-deild Alþingistíðinda. (3396)

235. mál, lyfjafræðingar

Frsm. (Jón Skaftason) :

Virðulegi forseti. Heilbr.- og trn. Nd. hefur haft til athugunar frv. til laga um lyfjafræðinga, 235. mál þessa þings, en það er komið frá Ed.

Hinn 9. mars 1973 skipaði heilbr.- og trmrh. 5 manna nefnd til þess að endurskoða gildandi lyfsölulög, sem eru frá árinu 1963. Niðurstaða af athugunum þessarar nefndar er sú, að heppilegast er talið að skipta efni lyfsölulaganna í þrjá nýja lagabálka. Í þeim fyrsta verður fjallað sérstaklega um lyfjafræðinga, í öðrum lagabálkinum um lyfjabúðir og í þeim þriðja verður fjallað um sjálf lyfin og framleiðslu þeirra.

Þetta frv., sem ég nú mæli fyrir, fjallar þannig um réttindi og skyldur lyfjafræðinga og aðstoðarlyfjafræðinga. Heilbr.- og trn. Nd. mælir einróma með samþykkt frv.