28.04.1978
Neðri deild: 87. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4154 í B-deild Alþingistíðinda. (3400)

286. mál, eftirlit með framleiðslu á fóðurvörum

Landbrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Hæstv. forseti. Á þskj. 605 er frv. til laga um eftirlit með framleiðslu á fóðurvörum, áburði og sáðvörum og verslun með þær. Þetta frv. felur í sér að sameinuð eru í einn lagabálk lög sem eru í þremur nú og enn fremur er eftirlit með áburðarframleiðslunni sameinuð þessu. Talið er að af þessu sé hvort tveggja í senn beinn og óbeinn fjárhagslegur hagnaður, þar sem nauðsyn ber til að hafa með þessu eftirlit vegna þess að veilur hafa komið upp í sambandi m. a. við áburð sem ekki er nú undir eftirliti.

Enda þótt seint sé að staðið, enda barst mér þetta mál ekki í hendur fyrr en mjög seint, þá treysti ég því, að hv. d. treysti sér til að afgreiða þetta mál. Það var lagt fyrir hv. Ed. og urðu atlir á eitt sáttir þar um afgreiðslu þess. Ég vona að svo verði einnig hér.

Ég legg svo til, virðulegi forseti, að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til 2. umr. og hv. landbn.