02.05.1978
Efri deild: 95. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4353 í B-deild Alþingistíðinda. (3608)

62. mál, grunnskólar

Jón Helgason:

Herra forseti. Það kom fram hér við 2. umr. þessa máls í hv. d., að ein fræðsluskrifstofa annast nú lögbundin verkefni fyrir öll sveitarfélög í Reykjaneskjördæmi og gengur það vei. Hafnfirðingar hafa lánið í ljós ósk um að hafa samstarf við önnur sveitarfélög í Reykjaneskjördæmi um nokkra þætti skólastarfs. Stofnun nýrrar fræðsluskrifstofu í Reykjaneskjördæmi er því óþörf og eingöngu til útgjalda fyrir ríkissjóð og eykur og torveldar samstarf milli sveitarfélaganna á þessu svæði. Þetta kom glöggt fram í ræðu hæstv. menntmrh. Þess vegna hef ég ásamt Axel Jónssyni, hv. 10. landsk. þm., og Helga Seljan, hv. 7. landsk. þm., flutt tal. um að þessu máli verði vísað til ríkisstj. til nánari athugunar. Þessi till. er á þskj. 819.