02.05.1978
Neðri deild: 92. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4379 í B-deild Alþingistíðinda. (3649)

289. mál, heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Frsm. (Jón Skaftason):

Virðulegi forseti. Heilbr.- og trn. þessarar d. hefur haft til athugunar frv. til l. um heyrnar- og talmeinastöð Íslands, sem er 289. mál þessa þings og er komið hingað frá hv. Ed.

Á ofanverðum vetri skipaði heilbr.- og trmrh. 5 manna nefnd, sem fékk það hlutverk að gera till. um skipulegt samstarf háls-, nef- og eyrnadeildar Borgarspítalans, heyrnardeildar Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík og félagsins Heyrnarhjálpar í Reykjavík. Var nefndinni jafnframt falið að gera heildartillögur um framtíðarfyrirkomulag talmeina- og heyrnarþjónustu og skipulag heyrnarmálefna hér á landi. Skilaði nefndin ítarlegu áliti til heilbr.d og trmrn. á s. þ sumri og er frv. þetta byggt á því að verulegu leyti. Vísa ég um frekari upplýsingar um málsmeðferð til grg.

Heilbr.- og trn. Nd. leggur shlj. til á þskj. 828 að frv. verði samþ. óbreytt eins og það kom frá Ed. Fjarverandi þessa afgreiðslu málsins í n. voru Vilborg Harðardóttir og Karvel Pálmason, sem bæði höfðu boðað forföll fyrir fundinn vegna fjarveru úr bænum.